laugardagur, september 9

i´m too sexy for my shirt



ég hef áhuga á klámi.
mér finnst klám merkilegt og ég einsetti mér í sumar að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn. kannski reyndar hófst þessi rannsókn formlega fyrir ári síðan þegar ég skráði mig í kúrs í háskólanum sem heitir áhrif Kláms og ofbeldis í fjölmiðlum. mér var eiginlega slétt sama um ofbeldið þar sem rannsóknir hafa fengið mjög veikt effect fram ef eitthvað en klámið "kitlaði" mig.
mín kynslóð, afsprengi klámvæðingar, erum við með brenglaðar hugmyndir um kynlíf?
hafa klámmyndir áhrif á hvernig við upplifum og sjáum kynlíf?
það sem gæti svo verið enn verra, eru klámmyndir að auka ofbeldi gangvart konum og ala á kvennfyrirlitningu?
Rannsókn mín á málin hófst á þessum kúrs.
Ég las rannsóknir um klám, biography hjá Jennu og Tracy og horfði á myndina Girl next door. Ég fór með þetta skrefinu lengra og tók internetið einnig, klárlega mekka klámsins.
Jújú, margt frekar ógeðfellt varð á vegi mínum sem ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið eins og ein síða sem ég datt á þar sem hjón fengu 1000$ ef eiginkonan myndi hafa kynferðismök við annan mann og eiginmaðurinn hennar myndi horfa á. Þetta var svo tekið upp, en ekki hvað? Sumir eiginmennirnir voru allt annað en hressir, skiljanleg svosem, svona sérstaklega þar sem konan var á fullu að stynja nafn hins gaursins...
en þessi síða er ekkert svo frábrugðin Temptation Island sem skjáreinn sýndi um árið, þessi síða sýndi bara allt og þau fengu pening fyrir svo kannski var þetta bara betra, leyfi öðrum að dæma um það.
Þessi litla óformlega rannsókn mín leiddi af sér litla sögu.
ég fór að spá hvort að ég í mínu tilhugalífi væri með skrýtnar hugmyndir um hvað teldist vera "eðlilegt" og hvort ég væri afksaplega lituð af klámmyndunum sem voru sýndar í teitum grunn- og framhaldsskólans.
augljóslega gat ég ekki fengið svar við þessari spurningu en til að skoða fyrri kynslóðir svona til samanburðar þá gúglaði ég orðið -erótík og bókmenntir- og hélt af stað niður á bókasafn.
viti menn; liðið fyrr á öldum voru helmingi meiri perrar en ég!
með netta ró í hjartanu vitandi að 17. aldar lið hafði verið bæjarar í sadómasó fannst mér ég ekkert svo skrýtin lengur.
kannski erum við mannverurnar bara litlar forvitnar perra verur í hjartanu, svona innst inni og ég á bara ekkert að vera hafa áhyggjur af mér og mínu tilhugalífi.
þetta leysti þó ekki vandann með mannsal á ungum stúlkum sem voru neyddar í vændi og hvort það væri vandamál nútímans eða ein elsta atvinnugreinin í heiminum.
með þessar pælingar hélt ég í 14 klst ferð hinu megin á hnöttin til einnar af perlum klámsins, Bangkok.

þrjár fræknar örkuðum við afstað alls óvissar í hvað við vorum búnar að koma okkur og biðum spenntar eftir að sjá okkar fyrsta ladyboj.
ekki þurftum við reyndar að bíða lengi þar sem einn slíkur stóð við innganginn á flugvallarklósettinu, mér til mikillar gleði.

þegar niður í bæ var komið var enginn vændiskona sjáanleg, ekki einu sinni betlari.
einn vænissjúkur drengur hafði tilkynnt mér að þær myndu vera á hverju götuhorni eins og starbucks að henda sér á mig.
neibbs, ekki svo mikið, bara alveg enginn.
leið og beið og ég sá enginn ummerki kláms í bangkok, mér til svolítilla vonbrigða. svona alveg undir flaggi rannsókna.
ég reyndi að tæla stelpurnar mínar eina kvöldstund í rauða hverfið á ping pong show en það var ekki að ræða það, við vorum sko ekki að fara í neitt klám hverfi!
þangað til.......
við nældum okkur í 2 sterka og myndarlega dana til að fara með okkur!
strákarnir gátu varla gegnið í gegnum Koh San Road í Bangkok án þess að tuk-tuk bílstjórarnir stukku á þá til að sýna þeim myndir af allsberum stelpum og góluðu svo ping-pong ping-pong. Greyið danarnir héldu að Agassi væri í heimsókn... saklausir þessi yndi.
Mér tókst að sannfæra crewið um að það væri ómissandi upplifun að kíkja á svona sjów, í nafni vísinda amk.
(margt annað sem ég náði að fá fram í nafni vísindanna í þessari ferð, gaman að segja frá því, hóst hóst börn í formalíni hóst hóst)
tveir tuk tuk voru teknir á leigu og afstað var haldið með Schumakker (það sem tuk tuk gaurinn krafðist að vera kallaður). Strákarnir fóru í sitthvoran til að passa íslensku vinkonur sínar ef ské kynni... maður veit aldrei með þessa tælendinga...
á áfangastað var komið og það var sveitt stemming í loftinu á þessu 3 hæða húsi í rauða hverfinu sem var bara ekkert rautt, hefði alveg eins geta verið breiðholtið en jæja, inn we went.
okkur mætti biðstofa með fullt af litlum tælenskum köllum að horfa á sjónvarpið. þetta voru tuk tuk bílstjórar að bíða eftir liði sem var inni. þeir sögðu að sjówið tæki um klst til tvær. við borgðuðum uppsett verð, 1500 kall, og fengum g&t (vatnsþynntan að vísu). gegnum upp eina hæð og inn í lokaðan salinn.
stemmingin var sérstök. hún var ekki beint sveitt því það var ekkert svo heitt þarna inni þar sem tælendingar eru sjúkir í air con en stemmingin var sérstök to say the least.
við settumst á fremsta bekk og við hlið mér sátu menn frá miðausturlöndum, sem reyndar virtist vera meginþorri karlmanna þarna inni, fyrir utan nokkra fávita breta sem voru ómyndarlegir og klígjulegir á mínum aldri.
á sviðið mætti ung tælensk stelpa sem gæti hafa verið jafngömul mér en hún var svo grönn og maður veit aldrei með aldurinn á þeim svo að við getum bara gefið okkur að hún hafi verið 18 ára. í hjartanu vil eg trúa hún hafi verið allavega 18 ára.
hún stendur þarna í bikiníi og dillar sér áhugalaus við non existant takt. hún fer úr brókinni en aðeins annarri skálminni því hún snýr upp á þær á miðju vinstra lærinu og festir á sérkennilegan hátt.
gott trikk fyrir stelpur sem gjarnan týna nærfötunum sínum eða eru á sérstakri hraðferð.
þessari myndarlegu tælensku stúlku stökk ekki bros og það var ekki mikla gleði að sjá úr 39 kg kroppnum hennar en hún virtist samt ekkert vera leið eða dópisti eða neitt þannig, henni var bara ekki skemmt. hvað um það, show must go on.
hún og stöllur hennar sem ég get varla þekkt í sundur fóru að.....
* skrifa Welcome to Thailand með pjöllunni á blað með tússpenna. þær meira að segja skrifuðu nöfn gæjanna úti í salun sem þær höfðu verið að strjúka fyrr um kvöldið
* blésu kertin á afmælisköku
* skutu pílum úr pjöllunni og sprengdu blöðru hinu megin í salnum
* drógu þriggja metra langt reipi úr pjöllunni sem þær buðu áhorfendum að toga í; enginn bauð sig fram eða þáði þetta sérstaka boð
* tróðu ping-pong kúlum upp í hana og skutu svo í glas (least impressive af þessu öllu)
* reyktu 4 sígaréttur með henni í einu (rakal velti fyrir sér hvort hún væri með svarta pjöllu í kjölfarið)
* opnuðu bjóra
* blésu með flautum
* skiptu innihaldi tveggja gosflaskna á milli en bara eftir að þær höfðu náð að soga vökvainnihald beggja flasknanna upp og gátu geymt og svo svissað
Þessar stelpur eru ekkert annað en professional íþróttamenn! miðað við þjalfunina sem þær hafa lagt í pc vöðvana sína.. það er greinilegt að endalausar Kegel æfingar skila árangri.
ég var gersamlega og í orðsins fyllstu blown away yfir öllu sem punani getur gert, ég hef greinilega verið að vanmeta mína.
hversu hentugt er að nota hana sem upptakara??!
þetta eru partítrik sem maður þarf að fara æfa.
seinast og kannski síst mætti par á sviðið og tók alla kama sutra á sjö mínútum í algerri þögn.
ég held að stelpan í atriðinu hafi verið að fara yfir innkaupalistann sinn þetta var svo mekkanískt.
en fróðlegt engu að síður, sérstaklega þegar þau hengu úr loftinu.
(það var bannað að taka myndir svo ímyndunaraflið verður að nægja)

mér hins vegar ofbauð á svínunum, reyndar voru þetta alls ekki ómyndarlegir menn sem gætu náð sér í ágætis stelpu á næsta bar, sem voru meðal okkar áhorfandanna og voru að kaupa þjónustu þessara kvenna sem virtist vera til sölu hjá þeim flestum. þetta var svo ósmekklegt að mig langaði að berja þá alla. en ég náði að hemja reiði mína og við gengum út og ég var kjaftstopp.
ég stuðlaði að því að það yrði sýning kvöldið eftir og kvöldið eftir það en ég aðstoðaði þær ekki í að þéna meira því ég tipsaði ekki. það voru því blendnar tilfinningar sem ég upplifði.
er þetta kannski bara vinna eins og hver önnur?

við fórum niður í bæ aftur og ég gaf sjálfri mér loforð um að fara gera kegkel æfingar amk 100 sinnum á dag og að spyrja hvern þann sem ég mun koma til með að deita hvort hann hafi keypt sér hóru einhvertima.

sökum smávægilegs misskilning á minni bjagaðri tælENSKU þá enduðum ég og strákarnir á hóruhúsi rétt út fyrir borgina. mjög smart. þar sátu þær penar í röðum, númeraðar, og biðu þess að vera valdar til að performar mekkanískt með næsta svíni sem á vegi þeirra varð.

ég kýs að kalla karlmenn sem fá sér hóru svín, þetta snýst nefnilega ekki um það að vera svo graður heldur snýst þetta um vald og stjórn.
en það er svo allt annar pistill sem ég myndi gjarnan vilja að hann andri blaðasnápur myndi rita, hann hefur sterkar skoðanir á ást og kynlífi og hvernig það svo mixast saman í valdabaráttu. mjög áhugavert indeed.

ég komst að því að ég á fyrrverandi svín. hann vill lögleiða vændi. ég er að spá í að gefa út veiðileyfi á hann og skrá meilið hans á allar klámmsíður sem ég finn og þannig fylla póstinn hans með rusli og virusum.
eða bara skrifa þetta hér og þegar hann les það verður hann spinnigal. oh well.

svo mikið af klámævintýrum í tælandi....


siggadögg
-sem á það til að væla aðeins-

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha hvad het Afriku madurinn sem var hræddur vid dýr? thetta er ekki brandari heldur spurning....ja back to real life my hons, e-d planad um helgina hja Stjéééééélpunni. eg er b.t.w ad fara vera med svokalladann ,,ping-pong´´ gjörning a horninu a hvervisgötu næstkomandi laugardagsnott, kemuru?
Rakkuss

Sigga Dögg sagði...

heyrru elskan hann hét bambú eða bara bambus á ástkæra málinu okkar..
annars ef ég mætti taka þátt í gjörningnum þá vil ég endilega fá að skrifa knock knock brandara með pjöllunni, held það gæti bara slegið í gegn! svo var ég líka að spá í að varalita hana og kyssa blöð og selja, hvernig helduru að muni takast?

Nafnlaus sagði...

Ekki gleyma því að vændi er löglegt í mörgum löndum og hér á íslandi er í lagi að selja blíðu sína svo fremur að engin þriðji aðili hagnist á því. En er það ekki í lagi að ef kona vill selja líkama sinn að hún geri það? Er það ekki hennar mál? En á móti þá er erfitt að vita hvort hún hafi valið það sjálf að selja líkama sinn eða hvort hún sé að gera það nauðug. En lestu meira um vændi á netinu og reynslu karlmanna sem hafa " keypt " sér konu. Þetta er ekki allt um domnation og því eru ekki allir svín. En flestir karlmenn sem kaupa hóru eru til að fylla fantasíu sína um domination. Ef þú átt kærasta sem hefur farið með vinum sínum til útlanda á aldrinum 17 - 23 ára og var einhleypur í ferðinni þá eru mjög miklar líkur að hann hafi farið á hóruhús þó að hann neiti því.

kv. Mystery Man

Sigga Dögg sagði...

vá....en djúpt... deeper than the atlantis....

Nafnlaus sagði...

já því það er dýptin sem ég var að stefna á. Vá hvað ég er ágnægður að þú hafir meðtekið það jey.... svo samstíga

MM

Mia sagði...

Já... mér finnst líka að ef að aldraðir vilja selja líkama sinn til barsmíða til að fullnægja ofbeldishvöt annarra, og öðlast þannig leið út úr sárri fátækt... þá ættu þeir bara að gera það. Ekkert siðferðislega rangt þar. No siree Bob. Kræst...

Nafnlaus sagði...

Mia ég skrifaði aldrei að ég væri hlynttur vændi!! Ég er það alls ekki. Ég var bara að benda á það augljósa, þó að kona geri það viljug þá þýðir það ekki að það sé siðferðislega rétt IMO. Með því að segja að konan sé að gera það nauðug þá var ég meina að hún sé neydd af annari manneskju í vændi. Vændi er mikið vandamál út í heimi þar sem mikið af mannsali tengist vændi þar sem ungum stúlkum sem eldri konum eru rænt og seldar til Grikklands, usa og þýskalands o.fl landa til að stunda vændi.

Þín samlíking er frekar út úr korti. Ég veit ekki um neitt land sem lögin leyfa það sem þú ert að benda á en hinsvegar er vændi löglegt í mörgum löndum og kynlífshvöt er hægt að líkja við ofbeldishvöt. En já það sem þú skrifaðir og vændi er ekki siðferislega rétt IMO.

MM

Nafnlaus sagði...

Mia ég skrifaði aldrei að ég væri hlynttur vændi!! Ég er það alls ekki. Ég var bara að benda á það augljósa, þó að kona geri það viljug þá þýðir það ekki að það sé siðferðislega rétt IMO. Með því að segja að konan sé að gera það nauðug þá var ég meina að hún sé neydd af annari manneskju í vændi. Vændi er mikið vandamál út í heimi þar sem mikið af mannsali tengist vændi þar sem ungum stúlkum sem eldri konum eru rænt og seldar til Grikklands, usa og þýskalands o.fl landa til að stunda vændi.

Þín samlíking er frekar út úr korti. Ég veit ekki um neitt land sem lögin leyfa það sem þú ert að benda á en hinsvegar er vændi löglegt í mörgum löndum og kynlífshvöt er hægt að líkja við ofbeldishvöt. En já það sem þú skrifaðir og vændi er ekki siðferislega rétt IMO.

MM

Mia sagði...

Það er líka löglegt í mörgum löndum að grýta dætur og systur sínar til bana ef þær sjást á tali við karlmenn opinberlega. Ég held að viðmiðunin "það er löglegt í mörgum löndum" segi ekki mikið. Það er margt misfallegt "löglegt í mörgum löndum".

Samlíkinging stafar af því að mér finnst líkamar fólks ekki vera söluvara og enginn ætti að komast upp með að kaupa aðra manneskju til að svala fýsnum sínum. Hvort sem það er ofbeldis eða kynhvöt. Enda finnst mér eiginlega ekki að þeir sem kaupa vændi séu að svala kynhvötinni, heldur eru þeir að prófa það að svala þeirri hvöt að stjórna annarri manneskju, borga henni fyrir "niðrandi" hluti og eiga hana einhverja stund. Ég kalla það ekki kynlíf, ekki frekar en ég kalla nauðgun kynlíf.

Að notfæra sér nauð annarra á þennan hátt kalla ég ofbeldi, og mér finnst samanburður við barsmíðar hreint ekkert svo út úr kortinu.

Og já... ég er sammála þér. Þó kona geri þetta "viljug" þá er þetta ekki siðferðislega rétt. Og svo má deila um hversu viljugar þær eru í raun og veru. Neyðin getur verið harður húsbóndi.

Og já... sorrí Sigga að ég er að röfla svona geðveikt í kommentunum hjá þér. Ég er eins og Spam. Ég er hætt... haha

Sigga Dögg sagði...

heyr heyr!
vel mælt min kæra!
alls ekki hætta!

Nafnlaus sagði...

Alls ekki hætta Mia ég er mjög sammála þér enda eru þetta allt sterkir og góðir punktar sem koma fram hjá þér. Greinilegt að þú hefur kynnt þér þetta vel og það er alltaf gaman að ræða við manneskju um eitthvað efni sem það er frótt í og með sterka skoðun á.

MM